Aðstoð

  • Almennt

  • Hvað er Skildingur ?

    Skildingur er reikningakerfi fyrir einyrkja, lítil og meðalstór fyrirtæki. Kerfið er töluvert einfaldara í notkun en önnur sambærileg kerfi á íslenskum markaði. Auk reikningagerðar býður kerfið upp á tilboðsgerð, birgðarbókhald og akstursreikninga. Kerfið virkar vel í snjallsímum og spjaldtölvum.


  • Hvernig hef ég samband við ykkur?

    Þú getur náð í okkur með því að senda okkur póst á netfangið eða í gegnum skilaboð á Facebook (facebook.com/skildingur)

  • Er kerfið öruggt?

    Já, öll traffík fer í gegnum SSL (HTTPS). Við notum gagnagrunn sem heitir Firebase (sem er í eigu Google, sjá: HÉR). Að auki tökum við afrit af öllum gögnum daglega.

  • Hvar finn ég skilmála ?

    Þú getur lesið skilmálana HÉR

  • Er kerfið löglegt?

    Já, kerfið uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til rafrænna reikningakerfa (skv reglugerð nr. 505/2013). Einnig hefur undirritaðri yfirlýsingu verið skilað inn til Ríkisskattstjóra eins og reglur kveða á um.

  • Hver er binditíminn?

    Hægt er að segja upp áskrift með 1 mánaðar fyrirvara. Uppsögnin miðast við mánaðarmót. Leigukaupi greiðir mánaðargjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.

  • Viðskiptavinir - Kynningarmyndband

    Myndbandið sýnir hvernig haldið er utan um viðskiptavini í kerfinu:


  • Reikningar

  • Reikningakerfi - Kynningarmyndband
  • Hvernig eyði ég prufureikningum áður en ég byrja að nota kerfið ?

    Til þess að reikningakerfið sé löglegt þá er ekki hægt að leyfa notendum að eyða reikningum (aðeins að bakfæra). Hinsvegar er hægt að hafa samband við okkur og við getum eytt öllu út sé þess óskað.

  • Get ég notað gamlan reikning sem uppkast að nýjum ?

    Já, þessari virkni hefur nú verið bætt við. Hægt er að smella á takkan "Nota sem uppkast" sem hægt er að finna þegar hver reikningur fyrir sig er skoðaður.

  • Tilboðskerfi

  • Tilboðskerfi - Kynningarmyndband
Close