Skilmálar

Inngangur

Repeat ehf, kt , 440521-2660 hér eftir nefnt Skildingur (leigusali) og leigukaupi gera með sér svohljóðandi samning.

Tilgangur samkomulagsins er að Skildingur selji leigukaupa áskrift að reikningagerð á netinu, https://skildingur.is

Gildistími og uppsögn samnings
  • Samningur þessi tekur gildi við stofnun notanda á vefsíðunni skildingur.is
  • Samningur þessi er uppsegjanlegur með 1 mánaðar fyrirvara.
  • Uppsögnin skal miðast við mánaðarmót.
  • Leigukaupi skal greiða mánaðargjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.
  • Vilji leigukaupi segja upp samningnum ber honum að gera það inni á vefsvæðinu sínu á skildingur.is á undirsíðunni "Stillingar"
Notkunarskilmálar vegna afnota af reikningakerfinu Skildingur.
  • Skildingur er hýstur hjá viðurkenndum hýsingaraðila sem hefur öryggisvottun.
  • Kerfið eru rekið efir hefðbundnum viðurkenndum reglum með öflugri afritatöku.
  • Rekstraraðili mun leitast við eftir fremsta megni að halda uppi óskertri þjónustu, þó er ekki unnt að ábyrgjast 100% upptíma þar sem upp geta komið ófyrirséðar bilanir en reynt verður að koma í veg fyrir slíkt eftir fremsta megni.
  • Reynt verður að framkvæma viðhald og uppfærslur utan hefðbundins vinnutíma.
  • Takmörkun á ábyrgð Skildings telst ekki skaðabótaskyld vegna ófyrirséðra bilana í vél- eða hugbúnaði. Verði gögn fyrir skemmdum vegna slíkra atvika eða villu í hugbúnaði mun Skildingur aðstoða við enduruppsetningu afrits og leitast við að lagfæra þá villu sem komið hefur upp.
  • Skildingur telst ekki ábyrgur vegna notkunar leigukaupa á hugbúnaðinum né afleiddu tjóni er kann að hljótast af notkun hans.
  • Starfsmenn Skildings eru bundnir trúnaði um þau gögn sem þeir meðhöndla og munu ekki afhenda utanaðkomandi aðilum upplýsingar nema gegn dómsúrskurði.
  • Skildingur hefur heimild til að keyra ópersónugreinanlega tölfræði á heildargögn í grunni vegna reikningagerðar, álagsstýringar og þróunar.
  • Verðskrá er uppfærð tvisvar á ári og fylgir verðlagsþróun. Greitt er frá 1. degi næsta mánaðar eftir stofnun í kerfinu og greiðist afnotagjald fyrirfram.
  • Stofni leigukaupi fleiri skjöl en áskrift leigukaupa segir til um er leigutaki rukkaður miðað við þá áskrift sem fjöldi skjala fellur inn í.
  • Reikningar sem hafa verið bakfærðir eru samt sem áður taldir með inn í fjölda útgefinna skjala/reikninga þann mánuðinn.
  • Stofni notandi fleiri skjöl í mánuði hverjum en áskriftin segir til um, verður viðkomandi rukkaður miðað við áskriftina sem fjöldinn fellur í.
  • Dráttarvextir greiðast á vanskil.
  • Greiði leigutaki ekki afnotagjöld í 2 mánuði verður aðgengi að kerfinu lokað og gögn ekki afhent nema eldri skuld hafi verið gerð upp.
  • Leigusali getur breytt þessum skilmálum, en þeir skulu ávallt vera aðgengilegir á heimasíðu Skildings.
  • Verði ágreiningur munu aðilar leitast við að leysa hann sín á milli en að öðrum kosti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
  • Skildingur áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum en notendur hafa aðgang að þeim í kerfinu undir stillingum.